top of page

Elska Stelpurnar

Elska stelpurnar er hópur kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa það að markmiði að gera heiminn að enn betri stað, með því að iðka sjálfar og kenna öðrum að elska sjálfan sig.

20210619_155158636_iOS_edited.jpg
20210619_155213634_iOS_edited.jpg

Alheimurinn leiddi okkur saman árið 2019. Þegar við hófum allar nám í að verða kennarar og kenna þerapíuna ,,Lærðu að elska þig".

Vinskapurinn hefur síðan þróast yfir í viðskiptahugmynd. Með þá vitneskju, að saman getum við meira, getum hjálpað fleirum, og stutt hverja aðra, ákváðum við svo að stofna My Self-Love Studíó.

Fyrsta sameiginlega verkefnið okkar voru möntruspil sem við gáfum út árið 2020.

 

Við viljum að My Self-Love Studíó verði fyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum góða þjónustu og að hjá okkur finnir þú sem ýmsar vörur sem geta hjálpað þér í átt að betri líðan og meiri sjálfsást.

 

Stærsta markmið okkar er að heila heiminn, hjálpa fólki að tengjast aftur Móðir Jörð og Alheiminum. Að hjálpa fólki að tengjast sjálfum sér og verða heil.

Undir merkjum My Self-Love Studíó viljum við líka hjálpa öðrum heilurum við að láta rödd sína heyrast. Svo ef þú ert heilari af einhverju tagi sem vantar vettvang fyrir að selja þínar vörur eða greinaskrif er varða heilun og sjálfsást. Og þú hefur áhuga að taka þátt í að gera heiminn að betri stað, hafðu þá samband, því saman getum við gert svo miklu meira.

bottom of page