top of page

Finndu máttinn í móður jörð - Jarðtengdu þig

Dags. ekki ákveðin

Verð

kr. 14.900

Lengd

1 dagur

Um námskeiðið

Dagur út í náttúrunni, suður með sjó, uppfullur af magnaðri upplifun, gleði og fullt af fróðleik með náttúrugyðjunum Björk Ben, Jóhönnu Ósk, Sólveigu Ösp og Þurý Gísla.

Kröftugt og heilandi námskeið við hafið, þar sem þú lærir að tengja þig við Móður Jörð og hvaða áhrif það getur haft á musterið þitt – líkama og sál.

Þú munt fræðast um mátt jarðtengingar og upplifa þann dásamlega kraft sem þar býr.

Búðu þig undir það að losa hömlurnar, fara á tásunum út, sjá að þú hefur leyfi til að vera og læra að þú getur aukið þín lífsgæði með einföldum hætti.

Við munum fræða þig um grunn gildi jarðtengingar og förum síðan út þar sem að þú verður í fyrsta sæti, losar þig við hömlurnar, lærir og upplifir hvað jarðtenging virkilega er.

Við mennirnir erum komin langt frá náttúrunni og mörg okkar hafa ekki verið úti berfætt í tugi ára. Það er sorglegt sérstaklega af því að það er mikil heilunarorka sem við fáum í gegnum iljarnar okkar þegar við göngum berfætt í náttúrunni.

Rannsóknir hafa sýnt að það að jarðtengja sig með því að ganga um berfættur úti í náttúrunni hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu okkar. Bæði líkamlega og andlega.

Innifalið í námskeiðinu er léttur jarðtengdur hádegisverður, ásamt heitum drykkjum og léttum veitingum yfir daginn.

Gefðu þér þennan dag til að næra þig á líkama og sál, komdu og vertu með okkur.

Þriðjudagurinn 10.ágúst. Frá 09:30 til 15:30

Staðsetning: Heiðarbær, Stafnesvegur, við Sandgerði.

Leiðbeinandi

Björk Ben, Jóhanna Ósk, Sólveig Ösp og Þurý Gísla.

Björk Ben, Jóhanna Ósk, Sólveig Ösp og Þurý Gísla.

bottom of page