top of page
Love

Lærðu að elska þig

Þerapía

Þerapían Lærðu að elska þig er lærdómur sem fer með þig í einstakt ferðalag inn á við. Þú uppgötvar hver þú ert og hversu stórkostleg mannvera þú ert. Þú lærir að elska sjálfan þig út frá þínu innra sjálfi en ekki veraldlegum hlutum eða hvaða stöðu þú hefur í samfélaginu. 

 

Þú öðlast jákvæðara hugarfar, aukið sjálfsmat og þú lærir að hlusta á innsæið þitt. Þú lærir betra viðhorf til atburða og lífsins alls. Að lokum skoðum við hvað það er sem þig langar í lífinu og þú lærir aðferðir til að láta það rætast. Höfundur þerapíunnar er Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir sem hefur hjálpað fjölmörgum að gjörbreyta lífi sínu til hins betra og verða besta útgáfan af sjálfum sér.​

Efnið í þerapíunni er byggt á fræðum sem m.a. hafa verið kennd í Institute of Noetic Sciences í USA. 

​Þess má geta að t.d. Oprah Winfrey, Bradley Cooper, Will Smith og Keanu Reves hafa öll tileinkað sér þessi fræði á einhvern hátt.

 

Þerapían er einstaklingsnámskeið, þar sem þú færð einlæga og persónulega kennslu. Kennarinn styður þig og fylgir allan tímann í gegnum þetta magnaða ferðalag sem það er að uppgötva sjálfan sig og hver maður er í raun.

Hvað læri ég ?

Í þerapíunni lærir þú að breyta hugarfarinu þannig það verði jákvæðara og uppbyggilegra.

 

Sjálfsmynd þín verður fallegri og þú verður ánægðari með þig eins og þú ert. Þú öðlast aukið sjálfsöryggi, hugrekki og getu til að vera þú sjálf/ur, standa með þér og átta þig á hvað það er sem þú raunverulega vilt. Þú verður þakklátari, glaðari og sáttari með lífið og tilveruna.

Þú lærir að hlusta á innsæið (hjartað) þitt, sem er einn besti leiðbeinandi sem hugsast getur, því innsæið veit alltaf hvað er okkur fyrir bestu. Við erum öll með innsæi og það er alltaf að reyna að tala við okkur en við þorum oftast ekki að fara eftir því.


Hugrekkið eykst frá degi til dags í æfingunum sem þú gerir og þú þorir að vera þú með öllum þínum kostum og göllum - Þú elskar þig. Þú þorir að taka ákvarðanir fyrir þig og standa með þér.

Samskipti þín við fólkið í kringum þig verða ánægjulegri og auðveldari. Fólk sem hefur valdið þér særindum og kvíða hættir að koma fram við þig af vanvirðingu eða særa þig.

Núvitund eykst hjá þér og þú æfir þig í að sleppa tökunum á því sem heldur aftur af þér eða truflar þig úr fortíðinni og sérð það sem liðið er í nýju ljósi. Þú kemst að því að þú getur haft áhrif á framtíð þína og þú upplifir að verða spennt/-ur fyrir lífinu hér og nú.

Umsagnir nemenda

Ég virði sjálfa mig og elska, stend betur upp fyrir sjálfri mér og er mun meðvitaðri um líðan mína, tilfinningar og hugsanir. Ég sýni sjálfri mér mun meiri ást, kærleika og þolinmæði en það eru allt þættir sem mig skorti áður en ég byrjaði í þerapíunni. Ég sleppi tökunum á fortíðinni og treysti því að allt sé eins og það á að vera. Ég beini orkunni minni að því jákvæða og dvel mun styttra í neikvæðum tilfinningum.

- Ásta Lilja eftir að hafa klárað þerapíuna í mars 2021

Er þerapían eitthvað fyrir mig

Finnst þér þú aldrei eiga tíma fyrir þig ? 

Áttu erfitt með að taka ákvarðanir án þess að ráðfæra þig við aðra fyrst ?

Finnst þér erfitt að horfa á þig í spegli ?

Ertu stöðugt að skoða hvað aðrir eru að gera og færð svo óstjórnlega löngun til að gera það líka ?

Stendurðu þig oft að því að hugsa um hvað öðrum finnst um þig ?

Áttu erfitt með að segja nei, þótt þig langi til þess ?

Finnst þér að aðrir beri ekki virðingu fyrir þér ?

Ertu með frestunaráráttu eða ertu alltaf að bíða eftir að eitthvað klárist fyrst ?

Finnst þér þú alltaf vera að gera mistök og þú sért alls ekki nógu góð/-ur í einhverju, þótt aðrir haldi því fram ?

Vildirðu óska að líf þitt væri öðrvísi ?

Finnst þér þú vera einangruð/einangraður félagslega og engin skilji þig ?

Áttu erfitt með að hleypa fólki að þér og deila hlutum sem eru persónulegir ?

Þolirðu ekki starfið sem þú ert í ?

Finnst þér engin skilja þig ?

Pælirðu mikið í útliti annarra og ert með ákveðnar skoðanir á hvernig fólk á að líta út ?

Hefurðu það fínt og lifir ágætu lífi en finnst samt að það vanti eitthvað ?

Ertu einmanna ?

Ertu haldin meðvirkni ?

Er alltaf einhver í þínu lífi sem þú þolir ekki eða kemur alltaf illa fram við þig ?

Upplifir þú að vera föst/fastur í vinnu sem þú veist að er ekki draumastarfið þitt ?

Áttu erfitt með að kynnast einhverjum sem skilur þig ?

Ertu stöðugt að ströggla við að ná endum saman, þegar þú vildir frekar geta verið að safna í sjóð ?

Ertu með langvarandi sjúkdóm eða upplifir þú endurtekin óútskýrð heilsuvandamál ?

Ertu ekki að skilja út á hvað lífið gengur og finnst þér þú ekki vita hvert þú stefnir og finnst þú stöðnuð/staðnaður ?

Er alltof mikið að gera og mikil streita í þínu lífi ?

Finnst þér þú ekki geta breytt neinu í þínu lífi þótt þú vildir ?

Ertu dugleg/ur að gagnrýna sjálfa/nn þig ?

Ertu óhamingjusöm/óhamingjusamur ?​

 

Ef eitthvað af þessu á við þig getur þerapían svo sannarlega hjálpað þér

2021-06-14 17.54.05-4.jpg

Uppbygging námsins

Jákvæð uppbygging

Jákvæðari sjálfsmynd, meiri meðvitund og kærleiksríkari framkoma

Hvernig hugsar þú til þín ? Þegar við sjáum okkur sjálf og hvað við höfum marga stórkostlega eiginleika, upplifum við betri líðan yfir því að vera eins og við erum.

Getur þú tekið við hrósi og hrósar þú öðrum ? Þegar við hrósum, myndum við jákvæða og sterka orku í kringum okkur, við gefum fallega af okkur og umbreytum líðan allra í kringum okkur á hvetjandi og skemmtilegan hátt. Meðvitund þín um þig og framkomu þína eykst og þú ferð að vanda þig og vera sáttari við þig og hvernig þú kemur fram. Þú áttar þig á hvað þú ert í raun falleg og góð sál. Sjálfstraust þitt eykst

Hver er minn tilgangur ?

Að sleppa tökunum, uppgötva lærdóminn og verða skilningsríkari og þakklátari

Þú skoðar samskipti og atburði sem hafa haft einhvers konar áhrif á þig í þínu lífi og æfir þig í að mæta öllu frá hjartanu. Lærir að sjá og skilja að hegðun og framkoma allra í þínu lífi hefur einhverja merkingu fyrir þinn þroska. Þú ferð að skilja liðna atburði betur. Þú lærir að sleppa tökunum á vanlíðan og tilfinningum sem hafa áhrif á líf þitt. Losar þig við vanlíðan, skömm, eftirsjá og biturð yfir því sem þér finnst hafa farið úrskeiðis í lífi þínu fram að deginum í dag. Þú lærir að vera í þakklæti yfir öllu sem er í þínu lífi á einhvern hátt, líka því sem er erfitt, óþægilegt og vont.

Hvað vilt þú ?

Að hlusta á innsæið, komast að hvað þú vilt og að vera í þínum sannleika.

Að skilja hvernig innsæið þitt tjáir sig við þig og þú öðlast meiri kjark til að fara eftir þeim leiðbeiningum sem það gefur þér, mun veita þér nýtt miklu sannara, betra og ánægjulegra líf. Þú verður öruggari með þig og treystir þér til að taka réttar ákvarðanir. Þegar hindranir vegna óuppgerða tilfinninga eru ekki lengur að trufla þig og stjórna þér, getur þú séð betur hvað þig langar og hvað þú vilt. Við lítum saman yfir hvað hefur breyst síðan við byrjuðum þessa vegferð saman. Og skoðum betur þá þætti sem þig langar að skoða nánar til að hjálpa til við að taka skrefið til fulls að lifa þínu besta lífi.

Writing on Beach

Hvernig fer kennslan fram ?

Þerapían er 12 tímar í heildina og tekur 10-12 mánuði.

Hver tími er 60 til 90 mín.

 

Við hittumst á 3 vikna fresti, annað hvort á rafrænan hátt í gegnum netið eða hittumst í eigin persónu allt eftir hvað hentar.

 

Á milli tímanna vinnur þú sem samsvarar 20 til 30 mín á dag í skemmtilegum verkefnum sem breyta hugarfari og líðan svo um munar. 

 

​Þú lærir m.a. núvitund, hugleiðslutækni, möntrur, að nota innsæið þitt, að skrifa dagbók, sjálfstal og kynnist eðlisfræðilegum vísindum tengdum efninu.

Pantaðu frían kynningartíma

Hafðu samband og komdu í frían 30 mín. kynningartíma til að fræðast meira um þetta magnað ferðalag !
bottom of page