top of page

EF ÞÚ TENGIR VIÐ ÞETTA HÉR FYRIR NEÐAN

ER ÞESSI ÁSKORUN EITTHVAÐ FYRIR ÞIG...

Þú átt þér drauma um hvernig lífi þig langar að lifa en þú veist ekki hvernig þú lætur þá rætast.

Þú hefur heyrt um að ,,manifesta” en þú veist ekki hvernig það virkar.

 

Þú átt erfitt með að sleppa tökunum á að stjórna og treysta Alheiminum.

Ef þú átt erfitt með að sleppa tökunum og leyfa því að gerast sem gerist, ertu alltaf að standa í veginum fyrir að draumar þínir rætist. Þrátt fyrir að kunna allskonar andlegar æfingar sem stuðla að því að að láta drauma þína rætast. Þá rætist ekkert ef þú ert stöðugt að stefna á eitthvað ákveðið og úthugsa næstu skref, í staðinn fyrir að sleppa tökunum og bara vera.

 

Þú hefur ómeðvitaðar hindranir sem þú lifir eftir.

Kannski koma þær fram sem kvíði, dómharka eða slúður. Eða kannski veistu að þær eru þarna en sérð ekki hvernig þú getur losað þig við þær.

 

Þú hefur þegar stundað mikla sjálfsvinnu en finnst þú ennþá föst eða fastur á sama stað í lífinu.

Þrátt fyrir allar möntrurnar sem þú ferð með daglega fyrir framan spegilinn, daglegar hugleiðslur og jafnvel framtíðarsýnina sem þú hefur af því þegar allt hefur ræst, ertu ekki að upplifa neinar breytingar.

 

Þú ert sturlaður ,,Manifester”.

Sturluð manifesting er þegar þú reynir að stýra og stjórna því sem rætist í þínu lífi. Þegar þetta gerist, verður orkan sem streymir frá þér krefjandi og frek og þú þar af leiðandi verður segull á lága orkutíðni sem færir þér ekki neitt gott.

LÁTTU DRAUMA ÞÍNA RÆTAST OG LÆRÐU HVERNIG ÞÚ GETUR LAÐAÐ AÐ ÞÉR ALLT SEM ÞÚ ÓSKAR ÞÉR 
Á AÐEINS 21 DEGI!

Fyrir aðeins kr. 5.994.-

Áskorunin hefst 1.janúar 2022

Screen Shot 2021-12-13 at 12.28.37 PM.png
Screen Shot 2021-12-13 at 12.31.51 PM.png

VIÐ VERÐUM MEÐ ÞÉR ALLAN TÍMANN!

 

Þú færð leiðbeiningar og hvatningu og vinnur verkefni á hverjum degi. Við deilum með þér aðferðum sem við sjálfar höfum nýtt okkur til að láta drauma okkar rætast. Þessar aðferðir hjálpa þér að komast í flæði, hækka orkuna þína, líða vel og skapa með Alheiminum það sem þú óskar þér. Með æfingunum öðlast þú meira sjálfstraust og lífsfyllingu.

Þú færð þann stuðning sem þú þarft, til að byrja nýtt ár með aðferðum sem þú getur svo notað áfram í gegnum allt lífið!

SVONA FER ÁSKORUNIN FRAM

Leiðbeiningar á hverjum degi
í 21 dag!

Frá og með 1.janúar færðu sendann tölvupóst á hverjum degi, með leiðbeiningum og hvatningu frá okkur.

Hver dagur byggir á því sem búið er, og miða allir að því að þú lærir að ,,mastera" hvernig þú laðar að þér það sem þú óskar þér. Allt í einföldum skrefum sem við tökum saman, skref fyrir skref.

Daglegar æfingar

Hér reynir á þig og þína staðfestu og hversu mikið þú ert tilbúin að leggja á þig til að öðlast það sem þig dreymir um! Á hverjum degi er stutt og einföld æfing sem þú þarft að gera. Tilgangur hennar er að hjálpa þér að laða að þér það sem þú vilt, sýna þér hvernig Alheimurinn birtist þér og hjálpa þér að verða alvöru ,,manifester"

Námskeiðsvefur
My Self-Love Studio

Þú færð aðgang að námskeiðsvef My Self-Love Studio þar sem þú finnur allar daglegu æfingarnar, og leiðbeiningarnar. Efnið er í formi vinnublaða, hljóðskráa og myndbanda.  Þú hefur aðgang að öllu efninu þar til 31.janúar 2022. 

Fireworks

ERT ÞÚ TILBÚIN?

 

Tilbúin að sleppa öllum ótta og kvíða og láta af þörfinni á að vera með stjórnina?

 

Tilbúin að treysta því að Alheimurinn ætli þér eitthvað enn betra en það sem þú ætlar þér? 

 

Tilbúin að lifa lífi sem er betra en þú getur nokkurn tímann ímyndað þér?

bottom of page