top of page

5oo ml.

Við mælum með þessu þvottaefni til að þvo vörur sem hafa silfurþræði eins og lökin og koddaverin. Það eru fleiri þvottefni sem er hægt að nota fyrir þessar vörur en við vitum að þetta efni er öruggt og því seljum við það hér.

 

Ath. Vinsamlegast þrífðu þvottefnishólfið á þvottavélinni þinni áður en þú þværð jarðtengingarvörurnar og setur þetta þvottefni í hólfið. Það geta verið þvottefnaleyfar í hólfinu sem skemma silfurþræðina í jarðtengingarvörunum.


Nánar um Þvottefnið
Þetta náttúrulega þvottefni er hannað með það í huga að þrífa fötin þín án þess að skaða umhverfið. En á sama tíma er það alveg jafn gott þvottefni og önnur.

 

Greenscents hefur að leiðarljósi að passa að erta ekki viðkvæm húð og er því einnig kjörið þvottefni til þess að þvo barnaföt upp úr og fyrir þá sem hafa ofnæmi.

 

Umbúðirnar eru náttúrulegar og endurunnar og jafnframt 100% endurvinnanlegar.
 

500 ml. eiga að duga í 22 þvotta.

Náttúrleg efni: 79%

 

Þvottaleiðbeiningar

Það þarf mjög lítið af Greenscents þvottefninu í hvern þvott. 20-25 ml er nóg til að þvo 5-6 kg. af þvotti. Þú getur bæði sett þvottefnið í þvottahólfið eða beint inn í vélina.


Handþvottur: 20-25 ml blandaðir í 6 lítra af vatni.

 

Greenscents þvottefnið er líka hægt að nota til að ná blettum úr fötum en það er gott að prófa fyrst á lítið áberandi stað fyrst. Látið óþynnt þvottefnið liggja á blettnum í 15 mín og þvoið svo úr.

 

Greenscents þvottefnið er hægt að nota við hvaða hitastig sem er og er mjög gott fyrir viðkvæman þvott, ull og silki.

 

Þegar þú þværð jarðtengingarvörur mælum við með að þvo ekki við meiri hita en 40°C. En annars ráðleggjum við þér að fara eftir þvottaleiðbeiningunum sem standa á fötunum sem þú ætlar að þvo.

 

Innihaldslýsing á ensku

aqua (Exmoor water), aloe barbadensis (aloe vera leaf juice)** , cocoamidopropyl betaine, coco-glucoside, lactic acid, xanthan gum, saponaria officinalis (soapwort) leaf extract, potassium sorbate, citric acid * organic, **organic juice from concentrate

Greenscents organic þvottaefni fyrir jarðtengdar vörur

2.290krPrice
Tax Included

    Þér gæti líka líkað