top of page

Tegjulak úr 100% hreinni bómull með mjúku en endingargóðu yfirborði. Í lakinu eru örfínir silfurþrærðir sem leiða jarðtenginguna um lakið.

Liturinn á lakinu er náttúrulegur bómullarlitur (e.off-white).

Á einu horni laksins er tengibútur fyrir jarðtengingarsnúru.

 

Til að ná sem mestri jarðtengingu á meðan þú sefur viltu hafa sem mest beina snertingu húðarinnar við lakið.

 

Með lakinu fylgir 4,6 metra jarðtengingarsnúra og kló fyrir jarðtengingu sem þú setur í venjulega jarðtengda innstungu.

 

Lestu allt um jarðtengingu hér: https://www.myselflovestudio.com/umjardtengingu

 

Lak fyrir jarðtengingu - margar stærðir - Verð frá

27.900krPrice
Tax Included
 • Það er nauðsynlegt að þvo bómullarvörurnar sem eru til jarðtengingar. Að þvo þær á réttan hátt mun ekki hafa skaðleg áhrif á þær heldur í raun hefur það þau áhrif að jarðtenging helst lengur í þræðunum. Þegar lakið er þvegið fer úr því líkamssviti og olíur úr húðinni sem geta komið í veg fyrir jaðrtengingu.

  Við mælum með

  • að þvo lakið vikulega eða í það minnsta hálfsmánaðarlega
  • að þvo lakið í þvotta vél við 40°C
  • að nota þvottefni sem er laust við hörð efni og olíur (sjá þvottefni sem við mælum með)
  • að þurrka lakið annað hvort með því að hengja það upp eða í þurrkara á lægri hita en 65°C
  • að strauja lakið á lágum hita, ef þú vilt strauja það

  Við mælum EKKI með

  • að þvo lakið með þvottefni sem inniheldur bleikiefni
  • að þvo lakið með mýkingarefni
  • að þvo lakið ekki með hvítunarefnum eða tæringarefnum (oxdent)
  • að þvo lakið ekki með þvottefni sem gefur sterka lykt hvort sem er efnalykt eða ilmkjarnaolíur
  • að þurrhreinsa lakið ekki

  Bleikiefni, krem og olíur geta lagst á silfrið og komið þannig í veg fyrir að það leiði jarðtenginguna. Sama á við um mýkingarefni, það safnast utan á silfrið.

  Vinsamlegast ath. líka að þvottaefnahólfið á þvottavélinni sé laust við leyfar af þvottefnum sem ekki henta fyrir þessar vörur áður en þvegið er.

  Við ráðleggjum að bíða amk í klukkutíma með að leggjast á jarðtengdar vörur með silfurþráðum eftir að krem eða olíur hafa verið borin á sig.

Þér gæti líka líkað