top of page

Motta úr PU (polyurethane) leðurlíki með Carbon efni sem leiðir jarðtenginguna. 

Mottuna er kjörið að jarðtengja þig sytjandi eða standandi, við skrifborð, fyrir framan sjónvarpið

Notkun:

Á gólfi - þú situr eða stendur berfætt/ur á mottunni eða í þunnum bómullar/ullar sokkum.

Á borði -  þú lætur hendurnar þínar liggja á henni. T.d. er kjörið að setja hana undir lyklaborð og mús til að verja þig gegn rafsegulmengun þegar setið er við tölvuna.

 

Mottan er frekar mjúk og sveigjanleg svo það er líka hægt að nota hana í rúminu t.d. undir fæturna sem ódýrari valkost í staðinn fyrir jarðtengingarlak. Það gefur bestan árangur að láta bera húð snerta yfirborð mottunnar að einhverju leiti til að ná jarðtengingu.  Það sleppur að vera í þunnum 100% hreinum bómullar/ullarsokkum en efnið dregur að einhverju leiti úr leiðni jarðtengingarinnar.

Mottan er 68 cm x 25 cm.

Yfirborð mottunnar  er kolefnisblandað PU leður, með svamp sem undirlag.

Mottan inniheldur ekki vinyl/PVC eða latex.

Snúra 4,6m að lengd fylgir með ásamt kló til að tengjast jarðtenginunni í innstungunni.

Umhirða - best er að strjúka af yfirborði mottunnar með mjúkum klút eða mjúkum svampi og nota milt sápuvatn.

Motta fyrir jarðtengingu

8.490krPrice
Tax Included

    Þér gæti líka líkað

    bottom of page