Recovery/endurheimtar pokinn/lakið var upphaflega hannað fyrir Tour de France hjólreiðamenn og hefur síðan orðið vinsæll svefnbúnaður meðal íþróttamanna og ferðalanga. Margir sofa líka í þeim heima og njóta áhrifa þess að vera umvafin í orku jarðar.
Hægt er að nota pokann annað hvort sem svefnpoka eða sem flatt lak. Hann er með rennilás og mælist 95 cm breiður og 210 cm langur, og er rúmgóður svefnpoki fyrir einn mann. Þegar pokinn er renndur í sundur og liggur flatur er hann 190cm breiður og 210cm langur, mátulegur fyrir tvo einstaklinga að sofa ofan á.
Pokinn/lakið er úr 100% lífrænni bómull, með mjúkum og endingargóðum leiðandi silfurþráðum sem eru ofnir í bómullina og er beinhvítt á litinn.
Með pokanum/lakinu fylgja, 6m (20ft) gormasnúra og tengikló fyrir innstungu.
Recovery Lak/Svefnpoki
Það er nauðsynlegt að þvo bómullar jarðtengingarlökin fyrir notkun og vikulega til hálfsmánaðarlega við notkun. Reglulegur þvottur tryggir lengri líftíma jarðtengingar virkninnar í lakinu, þar sem líkamssviti og húðfita geta komið í veg fyrir leiðnina í silfurþráðunum.
Við mælum með
- að þvo lakið vikulega eða í það minnsta hálfsmánaðarlega
- að þvo lakið í þvotta vél við 40°C
- að vinda ekki á meiri snúning en 800
- að nota þvottefni sem er laust við hörð efni og olíur (sjá þvottefni sem við mælum með)
- að þurrka lakið annað hvort með því að hengja það upp eða í þurrkara á lægri hita en 65°C
- að strauja lakið á lágum hita, ef þú vilt strauja það
Við mælum EKKI með
- að þvo lakið með þvottefni sem inniheldur bleikiefni
- að þvo lakið með mýkingarefni
- að þvo lakið ekki með hvítunarefnum eða tæringarefnum (oxdent)
- að þvo lakið með þvottefni sem gefur sterka lykt hvort sem er efnalykt eða ilmkjarnaolíur
- að þurrhreinsa lakið
Bleikiefni, krem og olíur geta lagst á silfrið og komið þannig í veg fyrir að það leiði jarðtenginguna. Sama á við um mýkingarefni, það safnast utan á silfrið.
Vinsamlegast ath. líka að skola þvottaefnahólfið í þvottavélinni til að það sé laust við leyfar af þvottefnum sem ekki henta fyrir þessar vörur áður en þvegið er.
Við ráðleggjum þér að bíða amk í klukkutíma með að leggjast á jarðtengdar vörur með silfurþráðum eftir að krem eða olíur hafa verið borin á sig.