- Mjög áhrifarík vara til að jarðtengja líkamann.
- EMF vörn gegn hárri tíðni EMF örbylgjna.
- Sterkir bakteríudrepandi eiginleikar.
SoftSilver™ efnið er ný vara og byggir á nýrri tækni til að jarðtengja líkamann í svefni, varan er afrakstur margra ára vöruþróunar.
Þetta sérstaka efni er eingöngu ofið úr ofurfínum silfurþræði. Það er silkimjúkt viðkomu, er mjög leiðandi og býður upp á enn betri EMF-vörn samanborið við hefðbundnar jarðtengingarvörur.
Almennt dregur jarðtenging líkamans verulega úr áhrifum lágtíðni EMF örbylgna (svo sem frá rafmagni og heimilistækjum), en hinn samfelldi silfurþráður í SoftSilver™ vörunni er þess eðlis að hann blokkera einnig hátíðni EMF (svo sem WiFi og 5G) á miklu áhrifaríkari hátt en aðrar jarðtengingarvörur.
Ending SoftSilver™ efnisins er einnig mun betri samanborið við hefðbundin jarðtengingarlök og mottur. SoftSilver™ lökin munu endast að minnsta kosti tvisvar sinnum lengur við sömu notkun og umhirðu (sjá að neðar þvottaleiðbeininar).
Vegna mjög mikillar leiðni geta SoftSilver™ lökin veitt framúrskarandi jarðtengingu jafnvel í gegnum hlífðarlök, sem er hagkvæmara þar sem hægt er að notast við minni lök. Að nota hlífðarlak bætir þar að auki endingu vörunnar.
Einnig er hægt að nota lökin án hlífðarlaks eða nota sem lak yfir líkamann og er þá í beinni snertingu við líkamann, vafið um allan líkamann eða notað til að meðhöndla tiltekið svæði líkamans. Sjá stærðartöfluna fyrir frekari ráðleggingar um notkun.
Shoft Silver lak - ábreiða
Það er nauðsynlegt að þvo bómullar- og SoftSilver lökin og ábreiðurnar. Með því að þvo þær samkvæmt leiðbeiningum helst jarðtengingareiginleikinn lengur í þræðunum. Þegar lakið er þvegið fer úr því líkamssviti og olíur frá húðinni sem geta komið í veg fyrir jaðrtengingu.
Við mælum með
- að þvo lakið vikulega eða í það minnsta hálfsmánaðarlega
- að þvo lakið í þvotta vél við 40°C
- að láta þvottavélina vinda á max. 800 snúningum
- að nota þvottefni sem er laust við hörð efni og olíur (sjá þvottefni sem við mælum með)
- að þurrka lakið annað hvort með því að hengja það upp eða í þurrkara á lægri hita en 65°C
- að strauja lakið á lágum hita, ef þú vilt strauja það
Við mælum EKKI með
- að þvo lakið með þvottefni sem inniheldur bleikiefni
- að þvo lakið með mýkingarefni
- að þvo lakið ekki með hvítunarefnum eða tæringarefnum (oxdent)
- að þvo lakið ekki með þvottefni sem gefur sterka lykt hvort sem er efnalykt eða ilmkjarnaolíur
- að þurrhreinsa lakið ekki
Bleikiefni, krem og olíur geta lagst á silfrið og komið þannig í veg fyrir að það leiði jarðtenginguna. Sama á við um mýkingarefni, það safnast utan á silfrið.
Vinsamlegast ath. líka að þvottaefnahólfið á þvottavélinni sé laust við leyfar af þvottefnum sem ekki henta fyrir þessar vörur áður en þvegið er.
Við ráðleggjum að bíða amk í klukkutíma með að leggjast á jarðtengdar vörur með silfurþráðum eftir að krem eða olíur hafa verið borin á sig.