top of page
Image-empty-state.png

Þuríður Gísladóttir

3_edited.png
4_edited.png
1_edited.png
2_edited.png

Sjálfsjálparkennari og Engla Reikimeistari

Ég er hér til að hjálpa þér að finna og vinna með heildrænar lausnir sem hjálpa þér að vera heilbrigð sál í hraustum líkama og lifa lífinu til fullnustu.

Það er svo magnað að lífið leiðir okkur í allskonar aðstæður sem má líkja við hafið sem er ljúft og fallegt í logninu en ógurlegt og ógnandi þegar stormurinn skellur á og allt þar á milli. Öll sú reynsla sem verður á vegi okkar, mótar okkur og gerir okkur að þeirri mannveru sem við erum í dag. Þessi reynsla getur verið erfið eða góð og allt þar á milli rétt eins og hvernig hafið haga sér eftir því hvernig vindar blása.
Oft viljum við stinga erfiðu reynslunni og tilfinningunum undir stólinn og ekki vita af þeim, mögulega af því að þau höfðu varanleg áhrif á okkur og líf okkar á neikvæðan hátt að okkur finnst.

Síðan sitjum við uppi með vondar og erfiðar tilfinningar innra með okkur sem hafa áhrif á allt okkar líf og hvernig okkur líður hér og nú, við kennum fjölskyldu, vinum og öðru samferðafólki um ef líf okkar er ekki gott.

Þessi vanlíðan hefur síðan áhrif á það hvernig okkur vegnar í lífinu, hvernig okkur líður, viðhorf okkar til lífsins svo eitthvað sé nefnt.

Við verðum fangar aðstæðnanna og vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga.

Mitt hlutverk í öllu þessu er að hjálpa þér að sjá hvað þú grefur innra með þér og toga það upp á yfirborðið, vinna með það, læra að finna tilfinningarnar sem voru grafnar svo lengi og setja þær í samhengi við aðstæðurnar sem framkölluðu þær.

Mitt hlutverk er líka að hjálpa þér að byggja upp jákvæða sjálfsmynd, hjálpa þér að komast á þann stað að þú getir sagt við sjálfa/n þig af innileik að þú elskir þig, að þú eigir allt gott skilið og að þú sért bílstjórinn í þínu lífi.

Mitt hlutverk er einnig að hjálpa þér að hlúa að orkunni þinni og heilsu með Engla Reiki, þar sem ég kalla til engla og aðrar ljóssins verur til að veita þér þá heilun á líkama og sál, sem þú þarft á að halda hverju sinni.

20210619_134117729_iOS_edited_edited.jpg

Ég er oftast kölluð Þurý Gísla og er á besta aldri, fædd 1969 og hef margskonar reynslu í pokanum. Fór snemma að heiman, gifti mig ung, rak eigið fyrirtæki 24 ára, átti 3 drengi þegar ég var 27 ára, skilin 30ára, fór í háskólanám einstæð móðir 34ára, gifti mig aftur 40ára, flutti á framandi slóðir í útlöndum 42ára, 47ára flutti ég aftur til Íslands og við tók íslensk lífsbarátta með þeim krúsindúllum sem þar finnast, 50 ára lærði að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig, 52 ára lærði Engla Reiki.

Í gegnum tíðina hef ég verið leitandi og oft verið mjög týnd í minni innri tilveru, ég var ekki nóg, hugmyndir mínar voru ekki nógu góðar, sjálfsmyndin var ekki góð. Ég var snillingur í að rífa mig niður tilfinningalega og umvefja mig fórnarlambs hugsunarhætti. Ég hef farið mínar eigin leiðir, með reglulegu millibili reynt að brjótast út úr fjötrum sem ég hef í raun ekki vitað hverjir voru, í starfi, einkalífi og leik. Ég hafði leitað til Óskar, höfundar þerapíunnar, af og til í mörg ár. Ósk var alltaf með uppbyggjandi verkefni sem hjálpuðu mér að leita innra með mér að svörum við þeim verkefnum/vandamálum sem ég var að veltast með.

Þegar þerapían „Lærðu að elska þig“ varð til fór ég að gera verkefnin í henni undir handleiðslu Óskar. Þar fékk ég verkfæri í hendurnar sem hjálpuðu mér að takast enn betur á við minn vanmátt og þær hugmyndir sem ég hafði haft um sjálfa mig.

Upplifunin og hræðslan við að vera ekki nóg og gera ekki nóg, vera vanmáttug, fá höfnun frá öðrum og vera fórnarlamb er ekki lengur til staðar.

Þerapían Lærðu að elska þig hefur breytt lífi mínu, kennt mér hversu mögnuð manneskja ég er, kennt mér að fylgja hjartanu, að sleppa gömlum tilfinningunum um að ég sé ekki nóg og að mín vellíðan byggist fyrst og fremst upp á minni innri vellíðan. Rúsínan í pylsuendanum er jafnvel enn magnaðri en hún er að með því að vera betri útgáfan af mér þá hefur verið dásamlegt að sjá hvað það hefur haft góð áhrif á mína nánustu :D

Eftir þessa mögnuðu reynslu langar mig meira en nokkuð annað að hjálpa fólki að finna það besta í sér og læra að elska sig skilyrðislaust. Þerapían á erindi til allra, það eiga allir skilið að vera besta útgáfan af sér. Í Þerapíunni –Lærðu að elska þig, færðu verkfæri sem að hjálpa þér í átt að FRELSI til framtíðar. Hafðu samband ef þú ert forvitin og hefur áhuga á því að kynna þér þerapíuna nánar<3

IMG_5340.HEIC

bottom of page